Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júní 2019 18:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún. WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún.
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07