Landsmenn hvattir til að fara í bústaðinn Pálmi Kormákur skrifar 8. júní 2019 07:00 Hitinn gæti rokið upp í allt að 28 gráðum á fimmtudaginn næsta. Mynd: Veðurstofa Íslands Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir komandi viku er ein sú allra besta hin síðari ár, en spáin gerir ráð fyrir heiðskíru veðri og nánast logni víðast hvar á landinu. Þá á hitinn að ná hámarki á fimmtudaginn í næstu viku og hitinn gæti rokið upp í 28 gráður á Suðvesturlandinu. Einboðið er að helgin verði mikil ferðahelgi. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitastigið stefni í 17 stig þegar allra best lætur á Suður- og Vesturlandi. Vel viðrar til ferðalaga. Aftur á móti er hún ekki eins bjartsýn á veðrið á Norðausturlandi og segir eiga að rigna þar í dag, kólna og mögulega falli einhver snjór á heiðunum, en svo komi til með að draga úr úrkomu á morgun, sunnudag. Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi var 30,5 gráður á Celsíuskvarða en sú mæling var tekin á Teigarhorni á Berufirði þann 22. júní 1939, eða fyrir nánast sléttum 80 árum. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík var 24,3 gráður þann 9. júlí árið 1976. Haldi spáin vatni gæti viðrað vel til nýs hitamets í Reykjavík á fimmtudaginn. Birta segir verða hlýjast, bjartast og þurrast á suðvesturfjórðungnum, Faxaflóasvæðinu og uppsveitum sunnanlands. Sjálf segist hún stefna á að kíkja í sumarbústað í Grímsnesinu um helgina og mælir með því að þeir sem geti geri slíkt hið sama. Afar sólríkt hefur verið undanfarið í höfuðborginni og eru sólarstundir í júní nú þegar orðnar fleiri en þær voru allan mánuðinn í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir komandi viku er ein sú allra besta hin síðari ár, en spáin gerir ráð fyrir heiðskíru veðri og nánast logni víðast hvar á landinu. Þá á hitinn að ná hámarki á fimmtudaginn í næstu viku og hitinn gæti rokið upp í 28 gráður á Suðvesturlandinu. Einboðið er að helgin verði mikil ferðahelgi. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitastigið stefni í 17 stig þegar allra best lætur á Suður- og Vesturlandi. Vel viðrar til ferðalaga. Aftur á móti er hún ekki eins bjartsýn á veðrið á Norðausturlandi og segir eiga að rigna þar í dag, kólna og mögulega falli einhver snjór á heiðunum, en svo komi til með að draga úr úrkomu á morgun, sunnudag. Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi var 30,5 gráður á Celsíuskvarða en sú mæling var tekin á Teigarhorni á Berufirði þann 22. júní 1939, eða fyrir nánast sléttum 80 árum. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík var 24,3 gráður þann 9. júlí árið 1976. Haldi spáin vatni gæti viðrað vel til nýs hitamets í Reykjavík á fimmtudaginn. Birta segir verða hlýjast, bjartast og þurrast á suðvesturfjórðungnum, Faxaflóasvæðinu og uppsveitum sunnanlands. Sjálf segist hún stefna á að kíkja í sumarbústað í Grímsnesinu um helgina og mælir með því að þeir sem geti geri slíkt hið sama. Afar sólríkt hefur verið undanfarið í höfuðborginni og eru sólarstundir í júní nú þegar orðnar fleiri en þær voru allan mánuðinn í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira