Innlent

Hiti svipaður og síðustu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Norðaustlæg átt verður um helgina.
Norðaustlæg átt verður um helgina. Vísir/Vilhelm
Um helgina verður norðaustlæg átt ríkjandi á landinu, yfirleitt fimm til tíu metrar á sekúndu en hvassara við austurströndina í dag.

Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram verður léttskýjað víða um land, en þykknar upp norðaustantil á landinu með dálítilli vætu þegar líður á daginn. Þykknar upp á Norðvesturlandi í kvöld með dálítilli vætu þar í nótt.

Styttir að mestu upp fyrir norðan þegar líður á morgundaginn, en áfram bjart sunnan- og vestanlands. Hiti verður svipaður og síðustu daga.

Á fjallvegum norðaustan- og austanlands má búast við slyddu og jafnvel snjókomu sem getur skapað varhugaverðar aðstæður fyrir ökumenn. Hlýnar í veðri eftir helgi, en enn er óvissa í spám hvernig veðrið muni þróast og hversu hlýtt verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×