Gylfi: Við ætlum okkur á annað stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:42 Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00