Aron Einar: Ætluðum að ná í þrjú stig sama hvernig við spiluðum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:50 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira