Innlent

Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rann­sóknar lög­reglu á skipu­lagðri glæpa­starf­semi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm
Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Vísir greindi frá handtökunum fyrr í dag.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjórmenningarnir, sem handteknir voru í gær, hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Rannsókn lögreglu snúi meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, en ráðist var í níu húsleitir vegna þessa og hafi því um mjög viðamiklar aðgerðir verið að ræða.

„Alls voru sjö handteknir og hafa fjórir þeirra verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður sagði.

Rannsókn málsins er á frumstigi og lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Nokkrir handteknir í aðgerðum lögreglu í morgun

Nokkrir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál í morgun. Tilkynningu er að vænta frá embættinu vegna málsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×