Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2019 14:39 Meistarinn þakkar fyrir sig. vísir/getty SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni. Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni.
Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira