Katalínan lendir á Þingvallavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 16:08 Katalínan á Þingvallavatni síðdegis. Fjær sést í Sandey fyrir miðri mynd og Hengil til vinstri. Myndin er tekin út um glugga vélarinnar. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU. Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU.
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38