Formlegt samstarf um eldsvoða á sjó ekki til staðar Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist. Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist.
Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira