Fótbolti

Verst geymda leyndarmálið opinberað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conte á að koma Inter aftur á toppinn.
Conte á að koma Inter aftur á toppinn. vísir/getty
Antonio Conte hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Inter. Félagið staðfesti þetta í morgun.

Conte, sem var rekinn frá Chelsea síðasta sumar, tekur við stjórastarfinu af Luciano Spalletti sem var látinn fara í gær. Conte hefur lengi verið orðaður við Inter og fréttir dagsins koma því lítið á óvart.

Conte er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus, fyrst sem leikmaður og svo sem stjóri á árunum 2011-14. Hann gerði Juventus þrívegis að ítölskum meisturum.

Eftir tvö ár með ítalska landsliðinu tók Conte við Chelsea 2016 og undir hans stjórn varð liðið Englandsmeistari og bikarmeistari.

Inter hefur endað í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil. Liðið hefur ekki orðið ítalskur meistari síðan 2010.


Tengdar fréttir

Spalletti fékk sparkið

Antonio Conte bíður á hliðarlínunni og verður væntanlega kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Inter á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×