„Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:48 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. FBL/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“ Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“
Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56