Bað orðinu griða Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2019 11:59 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, notaði kveðskap Einars Ben og söngtexta Bubba Morthens til að biðla til þingmanna um að misþyrma ekki orðinu í ræðustól Alþingis í dag. Guðmundur Andri beindi orðum sínum að öllum líkindum að þingmönnum Miðflokksins án þess að nefna þá á nafn. Umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur nú staðið yfir í rúmar 132 klukkustundir og nálgast Icesave-málið í lengd sem er lengsta umræða á Alþingi undanfarin 30 ár en hún stóð í 135 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa séð um málþófið nær hjálparlaust en þeir hafa talað um þriðja orkupakkann í rúmlega 110 klukkustundir Guðmundur Andri hvatti þingmenn í morgun, undir liðnum störf þingsins, til að láta af misþyrmingum á orðinu. „Við almenningi blasir þessi ræðustóll, svona dálítið eins og ein þeirra gif-mynda þar sem sama hreyfingin er sýnd aftur og aftur og aftur. Sama fólkið kemur hingað upp í ræðustólinn og skiptist á að halda sömu ræðurnar með sömu andsvörunum svo manni verður hugsað til vísu Stefáns G. um einhvern mann sem hafði mikla unun að því að heyra sjálfan sig tala, með leyfi forseta: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra að þynna þynnkuna allra hinna.Manni detta jafnvel í hug línur Bubba Morthens: „Hann talaði og talaði og malaði og malaði.“Það koma jafnvel í hugann línur Einars Ben úr ljóðinu Einræður Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“Svo má líka rifja upp ljóðið ódauðlega eftir Sigfús Daðason, Orð, þar sem koma fyrir þessar línur, með leyfi forseta:Hvað sem öðru líður vil ég biðja menn að fara varlega með orð þau geta sprungið og þó er hitt öllu hættulegra að það getur vöknað í púðrinu. Herra forseti. Við tölum um að hafa orðið þegar einhver talar, gefa orðið, því að orðið er frjálst, en hitt, að taka orðið, hrifsa orðið til sín og fara með það sem sína eign, það er fullmikið. Það er kannski ofmælt að tala hér í þessu sambandi um ofbeldismenn, kannski frekar orðbeldismenn. Virðulegi forseti. Mig langar að biðja orðinu griða. Orðið á ekki að vera herfang heldur víddin sem við mætumst í,“ sagði Guðmundur Andri. Hægt er að horfa á upptöku af ræðunni hér fyrir neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira