Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 10:00 Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari við síðasta vöfflujárn embættisins. Vísir/Egill Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara. Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara.
Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira