Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 14:54 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Alþingi Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti forsætisnefndar Alþingis segir að nefndin hafi sammælst um að gefa sér góðan tíma í að fara yfir ráðgefandi álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Forsætisnefnd kom saman fyrir hádegi í dag en um er að ræða vikulegan fund nefndarinnar. „Greinargerð frá Þórhildi Sunnu var lögð fram, ég get staðfest það, en hún fékk enga efnislega umræðu,“ segir Guðjón. Siðanefnd skilaði ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar Alþingis fyrir helgi en hún komst að þeirri niðurstöðu að með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hefði Þórhildur brotið gegn siðareglum þingsins. Ummælin sem siðanefnd hefur fjallað um féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV 25. febrúar árið 2018. Þau voru voru á þá leið að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Forsætisnefnd Alþingis mun í kjölfarið taka ráðgefandi álit siðanefndar til athugunar og frekari umfjöllunar og ákveða hvort nefndin geri álit siðanefndarinnar að sínu. Aðspurður hvenær mætti búast við niðurstöðu nefndarinnar svaraði Guðjón því til að nefndin hygðist gefa sér góðan tíma í að gaumgæfa málið. „Það skýrist“. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti forsætisnefndar Alþingis segir að nefndin hafi sammælst um að gefa sér góðan tíma í að fara yfir ráðgefandi álit siðanefndar um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata. Forsætisnefnd kom saman fyrir hádegi í dag en um er að ræða vikulegan fund nefndarinnar. „Greinargerð frá Þórhildi Sunnu var lögð fram, ég get staðfest það, en hún fékk enga efnislega umræðu,“ segir Guðjón. Siðanefnd skilaði ráðgefandi áliti nefndarinnar til forsætisnefndar Alþingis fyrir helgi en hún komst að þeirri niðurstöðu að með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hefði Þórhildur brotið gegn siðareglum þingsins. Ummælin sem siðanefnd hefur fjallað um féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV 25. febrúar árið 2018. Þau voru voru á þá leið að uppi væri „rökstuddur grunur“ um að Ásmundur hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Forsætisnefnd Alþingis mun í kjölfarið taka ráðgefandi álit siðanefndar til athugunar og frekari umfjöllunar og ákveða hvort nefndin geri álit siðanefndarinnar að sínu. Aðspurður hvenær mætti búast við niðurstöðu nefndarinnar svaraði Guðjón því til að nefndin hygðist gefa sér góðan tíma í að gaumgæfa málið. „Það skýrist“.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00