Tildrög rútuslyssins í Öræfum enn til rannsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 16:05 Frá vettvangi rútuslyssins síðastliðinn fimmtudag. vísir/jók Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04
Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30
Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15