Þór/KA frumsýnir íslenska landsliðskonu í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 16:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik á móti Breiðabliki í fyrra þá sem leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30