Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Biskup leysti Sr. Ólaf Jóhanneson frá störfum í desember síðastliðnum. Ákvörðun biskups var metin ólögleg af stjórnvöldum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43