Ekkert lið í sögunni hefur klárað Íslandsmeistaratitilinn með svona stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:30 Þjálfararnir, Patrekur Jóhannesson og aðstoðarmaður hans, Grímur Hergeirsson, með Íslandsbikarinn. Vísir/Vilhelm Selfyssingar rúlluðu yfir Haukana í gær og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þetta var ekki aðeins sögulegur fyrsti sigur Selfoss á Íslandsmóti í boltaíþróttum heldur einnig sögulegur sigur í allri úrslitakeppninni. Ekkert annað lið hefur náð að tryggja sér titilinn með svo stórum sigri síðan að úrslitakeppnin varð að veruleika vorið 1992. Selfoss vann leikinn með tíu marka mun, 35-25, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik. Fyrstu þrír leikir einvígsins höfðu unnist samtals með átta marka mun en Selfoss vann fyrsta leikinn með fimm marka mun á Ásvöllum. Það hefur reyndar verið hefð fyrir því síðustu árin að Íslandsmeistaratitillinn komi í hús eftir öruggan sigur. Eyjamenn unnu lokaleikinn með átta mörkum í fyrra, 28-20, og Valsmenn unnu oddaleikinn um titilinn með sjö mörkum árið á undan, 27-20. Eyjamenn jöfnuðu metið með þessum átta marka sigri í fyrra en Haukaliðið frá 2003 og Valsliðið frá 1996 tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn með átta marka sigrum. Selfyssingar hafa lagt það í vana sinn að vera í spennuleikjum í þessari úrslitakeppni sem sést vel á því að fimm af átta sigrum liðsins í úrslitakeppninni 2019 voru með einu eða tveimur mörkum. Í gær gekk hins vegar allt upp hjá Selfossliðinu sem toppaði á hárréttum tíma undir stjórn Patreks Jóhannessonar.Stærsti sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni karla: 10 mörk - Selfoss á móti Haukum 2019 (35-25) 8 mörk - ÍBV á móti FH 2018 (28-20) 8 mörk - Haukar á móti ÍR 2003 (33-25) 8 mörk - Valur á móti KA 1996 (25-17) 7 mörk - Valur á móti FH 2017 (27-20) 7 mörk - Haukar á móti Val 2009 (33-26) 5 mörk - Haukar á móti Val 2010 (25-20) 5 mörk - Valur á móti Haukum 1994 (26-21) 4 mörk - FH á móti Akureyri 2011 (28-24) 4 mörk - Haukar á móti ÍBV 2005 (28-24) 4 mörk - Valur á móti Fram 1998 (27-23) Olís-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Selfyssingar rúlluðu yfir Haukana í gær og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Þetta var ekki aðeins sögulegur fyrsti sigur Selfoss á Íslandsmóti í boltaíþróttum heldur einnig sögulegur sigur í allri úrslitakeppninni. Ekkert annað lið hefur náð að tryggja sér titilinn með svo stórum sigri síðan að úrslitakeppnin varð að veruleika vorið 1992. Selfoss vann leikinn með tíu marka mun, 35-25, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik. Fyrstu þrír leikir einvígsins höfðu unnist samtals með átta marka mun en Selfoss vann fyrsta leikinn með fimm marka mun á Ásvöllum. Það hefur reyndar verið hefð fyrir því síðustu árin að Íslandsmeistaratitillinn komi í hús eftir öruggan sigur. Eyjamenn unnu lokaleikinn með átta mörkum í fyrra, 28-20, og Valsmenn unnu oddaleikinn um titilinn með sjö mörkum árið á undan, 27-20. Eyjamenn jöfnuðu metið með þessum átta marka sigri í fyrra en Haukaliðið frá 2003 og Valsliðið frá 1996 tryggðu sér einnig Íslandsmeistaratitilinn með átta marka sigrum. Selfyssingar hafa lagt það í vana sinn að vera í spennuleikjum í þessari úrslitakeppni sem sést vel á því að fimm af átta sigrum liðsins í úrslitakeppninni 2019 voru með einu eða tveimur mörkum. Í gær gekk hins vegar allt upp hjá Selfossliðinu sem toppaði á hárréttum tíma undir stjórn Patreks Jóhannessonar.Stærsti sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni karla: 10 mörk - Selfoss á móti Haukum 2019 (35-25) 8 mörk - ÍBV á móti FH 2018 (28-20) 8 mörk - Haukar á móti ÍR 2003 (33-25) 8 mörk - Valur á móti KA 1996 (25-17) 7 mörk - Valur á móti FH 2017 (27-20) 7 mörk - Haukar á móti Val 2009 (33-26) 5 mörk - Haukar á móti Val 2010 (25-20) 5 mörk - Valur á móti Haukum 1994 (26-21) 4 mörk - FH á móti Akureyri 2011 (28-24) 4 mörk - Haukar á móti ÍBV 2005 (28-24) 4 mörk - Valur á móti Fram 1998 (27-23)
Olís-deild karla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira