Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 19:30 Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30