Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark er lið hans Pick Szeged fékk skell 35-24 gegn Veszprém í fyrsta úrslitaleik liðanna.
Það var fínn kraftur í Pick í fyrri hálfleik og þeir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Það gekk hins vegar ekkert í síðari hálfleik og Veszprém rúllaði yfir Pick.
Eina mark Hafnfirðingsins kom úr vítakasti en hann hefur oftar en ekki skorað fleiri mörk en hann gerði í kvöld. Hann hefur verið einn markahæsti leikmaður Pick í vetur.
Síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn en Stefán Rafn og félagar þurfa að vinna upp ellefu marka forskot eftir hörmulegan síðari hálfleik í kvöld.

