Úr kennslu í Skagafirði á skólabekk í Stanford Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Sauðárkrókur þar sem Ingvi Hrannar Ómarsson kennir. Fréttablaðið/Pjetur Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson. Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira