Hátt í 400 milljónir án útboðs hjá borginni Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Efla fékk 1,2 milljónir króna fyrir vinnu við Ráðhúsið. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur keypt sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir króna án útboðs á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram í innkauparáði Reykjavíkurborgar í gær. Þetta er rúmlega 80 milljónum meira en í fyrra, en þá keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu fyrir 313 milljónir króna. „Það lítur út fyrir að borgarfulltrúar meirihlutans hafi ekkert lært. Þessi framkoma gagnvart skattgreiðgreiðendum í Reykjavík er ólíðandi,“ segir Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði. Björn segir ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að talan fari hækkandi. Sérstaklega í ljósi þess að talan væri mun lægri ef búið væri að gera rammasamninga um sérfræðiþjónustu. „Reykjavíkurborg er mjög stór kaupandi að þessari þjónustu. Rammasamningurinn rann út 2014. Ég hef ítrekað gert athugasemdir við þetta, líka á síðasta kjörtímabili,“ segir Björn. Fram kom í skýrslu Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 að brýnt sé að koma á rammasamningum til að borgin fái hagstæð kjör sem og að birgjar uppfylli kröfur borgarinnar um vinnu og mannréttindi. Þetta var ítrekað í skýrslu innri endurskoðanda í mars, þar segir að borgin gæti sparað um 22 prósent með slíkum samningum. Í þessu tilviki gæti borgin því verið að spara um 90 milljónir króna.Björn Gíslason, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsSamkvæmt innkaupastefnu Reykjavíkurborgar er skylt að fara í útboð þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir yfir 28 milljónir króna eða þjónustukaup fyrir meira en 14 milljónir. Þegar kaup fara ekki í útboð er það í höndum skrifstofu hvers sviðs til hverra er leitað. Sérfræðiþjónustan sem um ræðir snýr fyrst og fremst að verkfræðingum og arkitektum. Hæstu fjárhæðirnar fara til stórra verkfræðistofa sem koma þá að fjölda verkefna. Alls keypti umhverfis- og skipulagssvið sérfræðiþjónustu frá 32 fyrirtækjum. Upphæðirnar eru allt frá rúmlega einni milljón króna upp í tugi milljóna fyrir einstaka verkefni. Verkfræðistofan Mannvit hefur fengið flest verkefnin, alls 20. VSÓ Ráðgjöf er með hæstu upphæðina, 38 milljónir á þriggja mánaða tímabili fyrir vinnu við íþrótta- og tómstundasvæði Fram í Úlfarsárdal. VA arkitektar hafa einnig fengið 35 milljónir fyrir vinnu á sama stað á sama tímabili. Athygli vekur að í mars fékk Arkibúllan ehf. 1,5 milljónir án útboðs, en það er sama stofan og stóð að hönnun og verkefnastjórnun braggaverkefnisins á Nauthólsvegi 100 sem fór langt fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Björn segir nauðsynlegt að gera rammasamning og það sem fyrst. „Ég hef fengið þau svör að hann sé á leiðinni. Ég hef heyrt það í einhvern tíma. En það er enginn samningur kominn þrátt fyrir ábendingar Innri endurskoðunar.“ Sabine Leskopf, formaður innkauparáðs, segir alla sammála um að þörf sé á rammasamningi. Málið hafi ekki verið klárað á fundinum í gær og hefur hún óskað eftir frekari upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Stjórnsýsla Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira