Vinnuskúrar eru enn til trafala á Reyðarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Samkomuhús er meðal bygginga sem nú eru auglýstar á vinnubudir.com Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Alcoa Fjarðaál vinnur nú að því að reyna að selja vinnuskúra sem enn eru á framkvæmdasvæði fyrirtækisins á Reyðarfirði, tólf árum eftir að álverið hóf framleiðslu. Upplýsingafulltrúi Fjarðaáls segir þetta hafa tekið of langan tíma en að nú sé unnið að því að selja eignirnar og skila svæðinu til sveitarfélagsins samkvæmt samningum. Það er INNI fasteignasala sem sér um að selja þau 20 hús sem eftir eru á svæðinu. Vinnubúðirnar voru reistar í tengslum við byggingu álversins á Reyðarfirði. Gerður var samningur við sveitarfélagið og hefur álverið stöðuleyfi fyrir byggingunum enn þann dag í dag. Ástand eininganna er misgott samkvæmt fasteignasölunni. Er hægt að kaupa bæði heilar lengjur sem og hluta úr hverri lengju fyrir sig. Kaupendur þurfa að koma húsunum í burtu þar sem þetta er liður álversins í að gera lóðina hæfa til afhendingar aftur til sveitarfélagsins. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við áætluðum í upphafi. Nú vinnum við hins vegar eftir því skipulagi að hreinsa lóðina og skila henni til sveitarfélagsins,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. „Sala þessara eigna er liður í þessu ferli okkar. Það er keppikefli okkar hjá Alcoa Fjarðaáli að virða þá samninga sem við eigum við bæinn og munum kappkosta að skila lóðinni í góðu ásigkomulagi.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af fasteignasölunni fengust þau svör að nokkrir verktakar hefðu haft samband og lýst áhuga á að kaupa hluta af þeim byggingum sem stæðu til boða á Reyðarfirði. Eignirnar hafa staðið óupphitaðar í langan tíma og því ekki vitað um ástand þeirra. Kauptilboðum skal skila á næstu dögum og ef tilboð verða samþykkt verða eignirnar að vera farnar fyrir 1. ágúst. Dagmar Ýr segir tilgang Alcoa ekki vera að hagnast á sölunni heldur aðeins að koma húsum í burt af svæðinu til að gera það klárt til afhendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira