Sundriðið á nærbuxunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 19:15 Knöpunum og hestunum gekk mjög vel að sundríða í sjónum við Stokkseyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur Árborg Landbúnaður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hestamennirnir sem fóru í baðreiðtúr í fjörunni á Stokkseyri um helgina kalla ekki allt ömmu sína því karlmennirnir í hópnum fóru berbakt á nærbuxunum einum saman á hestunum í sjóinn á meðan konurnar voru fullklæddar. Árlegur baðtúr hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi var í gær en þá var riðið í fjöruna á Stokkseyri þar sem hestamenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hittu Selfyssingana. Það er alltaf spenna í baðtúrnum, hverjir þora á hestunum sínum í sjóinn og hvernig hestarnir haga sér í sjónum. „Við förum alltaf hérna einn laugardag á vorin og hetjurnar sundríða, við hinir horfum á. Það var talað um það þegar menn voru alltaf með hesta á básum, þá voru þeir stundum með flórlæri og þeir komu hingað til að skola lærin á þeim en núna er þeir með svo mikinn spæni að það er engin flór lengur“, segir Magnús Ólafsson, formaður Sleipinis. Hannes og Lýsingur eftir að þeir höfðu sundriðið í sjónum.Magnús HlynurStrákarnir í hópnum fóru berbakt í sjóinn á nærbuxunum. Hannes Kristmundsson var fyrstur til að fara í sjóinn á hestinum Lýsingi. Hann segir mjög skemmtilegt að sundríða og að hestarnir hafi ekki síður gaman af því en knaparnir. „Þetta gekk bara ljómandi vel, hann var ekki alveg til í að fara þarna út í fyrst, ég þurfti að teyma hann út á tangann en svo tók hann bara vel í þetta“. En er erfitt og flókið að sundríða? „Nei, maður gerir í rauninni ekki neitt, hesturinn sér um þetta, það er bara þannig, maður heldur bara í faxið og fer með“, segir Hannes. Elín Rós og Ótti eru hér til hægri í sjónum á Stokkseyri.Konunum í hópnum fannst meiriháttar að fara á hestunum í sjóinn. „Heyrðu, þetta var dásemd, þetta er rosa skemmtilegt og gott fyrir hestana. Þetta er ekkert mál, en þú verður samt að kunna hvað þú ert að gera, en bara eins og ég segi, allir ættir að prófa þetta“, segir Elín Rós Hölludóttir, sem var á hestinum Ótta. Knapar höfðu mjög gaman af baðtúrnum á Stokkseyri. Hér er Sigrún Sigurjónsdóttir á sínum hesti.Magnús HlynurIngvi Tryggvason tók sig vel út á sínum hesti þegar þeir voru búnir að fara í sjóinn.Magnús Hlynur
Árborg Landbúnaður Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira