Baldur með ráð til dómarans: „Leyfa stóru leikjunum að fljóta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. maí 2019 19:22 Baldur Sigurðsson vísir/bára Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira