Sextán liða úrslitin hefjast í kvöld: Vestri ætlar sér sigur í Grindavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2019 12:00 Grindvíkingar fá Vestramenn í heimsókn. vísir/daníel þór Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla hefjast í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík taka heimamenn á móti 2. deildarliði Vestra. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, mætir þar á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Grindavík á árunum 2002-03. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Mér líst ljómandi vel á leikinn á morgun. Allir eru gríðarlega spenntir að fara til Grindavíkur. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur að mæta liði í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Við förum til Grindavíkur til að vinna. Það er bara þannig. Stefnan er að komast í 8-liða úrslit.“ Klukkan 18:00 mætast Víkingur R. og KA á Eimskipsvellinum í Laugardal. Þetta er einn þriggja leikja milli liða í Pepsi Max-deildinni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Í annað sinn á sex dögum mætast grannliðin Keflavík og Njarðvík. Þau gerðu markalaust jafntefli í Njarðvík í 4. umferð Inkasso-deildarinnar á fimmtudaginn. Leikur liðanna á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Einn leikur verður á morgun. Klukkan 17:00 mætast ÍBV og Fjölnir á Hásteinsvelli. Sextán liða úrslitunum lýkur svo með fjórum leikjum á fimmtudaginn. Völsungur, sem er í 2. deild, tekur á móti KR, topplið Pepsi Max-deildarinnar, ÍA, sækir FH heim, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og í Laugardalnum tekur Þróttur R. á móti Fylki. 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla28. maí: 18:00 Grindavík - Vestri (Stöð 2 Sport) 18:00 Víkingur R. - KA 19:15 Keflavík - Njarðvík (Stöð 2 Sport 2)29. maí 17:00 ÍBV - Fjölnir30. maí 14:00 Völsungur - KR (Stöð 2 Sport 2) 16:00 FH - ÍA (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - HK (Stöð 2 Sport) 19:15 Þróttur R. - Fylkir Mjólkurbikarinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla hefjast í kvöld með þremur leikjum. Í Grindavík taka heimamenn á móti 2. deildarliði Vestra. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, mætir þar á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Grindavík á árunum 2002-03. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Mér líst ljómandi vel á leikinn á morgun. Allir eru gríðarlega spenntir að fara til Grindavíkur. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur að mæta liði í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Við förum til Grindavíkur til að vinna. Það er bara þannig. Stefnan er að komast í 8-liða úrslit.“ Klukkan 18:00 mætast Víkingur R. og KA á Eimskipsvellinum í Laugardal. Þetta er einn þriggja leikja milli liða í Pepsi Max-deildinni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Í annað sinn á sex dögum mætast grannliðin Keflavík og Njarðvík. Þau gerðu markalaust jafntefli í Njarðvík í 4. umferð Inkasso-deildarinnar á fimmtudaginn. Leikur liðanna á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Einn leikur verður á morgun. Klukkan 17:00 mætast ÍBV og Fjölnir á Hásteinsvelli. Sextán liða úrslitunum lýkur svo með fjórum leikjum á fimmtudaginn. Völsungur, sem er í 2. deild, tekur á móti KR, topplið Pepsi Max-deildarinnar, ÍA, sækir FH heim, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og í Laugardalnum tekur Þróttur R. á móti Fylki. 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla28. maí: 18:00 Grindavík - Vestri (Stöð 2 Sport) 18:00 Víkingur R. - KA 19:15 Keflavík - Njarðvík (Stöð 2 Sport 2)29. maí 17:00 ÍBV - Fjölnir30. maí 14:00 Völsungur - KR (Stöð 2 Sport 2) 16:00 FH - ÍA (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - HK (Stöð 2 Sport) 19:15 Þróttur R. - Fylkir
Mjólkurbikarinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira