Átján mánaða atvinnuleysi á enda hjá Villas-Boas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 16:30 Luiz Felipe Scolari og Andre Villas-Boas hafa báðir farið víða á stjóraferlinum. Hér heilsast þeir sem þjálfarar tveggja kínverskra félaga. Getty/Yifan Ding Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019 Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019
Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira