Átján mánaða atvinnuleysi á enda hjá Villas-Boas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 16:30 Luiz Felipe Scolari og Andre Villas-Boas hafa báðir farið víða á stjóraferlinum. Hér heilsast þeir sem þjálfarar tveggja kínverskra félaga. Getty/Yifan Ding Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019 Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019
Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira