Engin viðhorfsbreyting orðið til Mannréttindadómstóls Evrópu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Lyklaskipti voru höfð í ráðuneytinu 14. mars sl. Fréttablaðið/Stefán Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira