Segir völdum rænt um stundarsakir Sveinn Arnarson skrifar 29. maí 2019 06:30 Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Steingrímur J. Sigfússon „Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“