Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 09:00 Real Madrid menn hafa ekki getað fagnað miklu á nýloknu tímabili en unnu þó heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Getty/ Etsuo Hara Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. Real Madrid er komið upp fyrir Manchester United á nýjum verðmætalista KPMG en sú samantekt byggir á keppnistímabilunum 2016-17 og 2017-18. Þar liggur kannski lukka Real Madrid manna.Real Madrid has overtaken Manchester United and been named most valuable European football club, being worth about €3.22bn (£2.91bn).https://t.co/4KzyTsrW92 — BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) May 29, 2019Virði Real Madrid metur KPMG að sé 3,22 milljarða evra eða 447 milljarða íslenskra króna. Það hjálpar Real mikið í þessari samantekt að liðið vann Meistaradeildina bæði þessi tímabil en spænska félagið auk virði sitt um tíu prósent á árunum 2016 til 2018. Manchester United hefur líka verið í lægð á síðustu árum og gefur nú eftir titilinn sem verðmætasta félag í Evrópu. United fer þó ekki neðar en í 2. sætið með virði upp á 3,207 milljarða evra eða 445 milljarða íslenskra króna. Í næstu sætum eru síðan Bayern München og Barcelona. Real Madrid ætlar sér að ná til síns stórstjörnur í sumar til að rífa liðið sitt upp en Real var úr leik á öllum vígstöðvum í marsmánuði sem er afar óvenjulegt ástand á Santiago Bernabeu.After three years of stability on the podium, this year brought some turbulence, our fourth edition of the “Football Clubs' Valuation: The European Elite 2019” report reveals Click here to go to the full reporthttps://t.co/Bz2WmAJamD#KPMGFootballClubsValuationpic.twitter.com/XMzlZmvSeN — Football Benchmark (@Football_BM) May 28, 2019Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en þau eru nokkuð frá toppnum. Liverpool er sjöunda verðmætasta félag Evrópu og Tottenham er í níunda sæti. Ensku félögin eru samt mjög áberandi meðal verðmætustu félaganna. Það eru þrjú ensk félög á undan Liverpool eða Manchester United, Manchester City og Chelsea. Arsenal er síðan á milli Liverpool og Tottenham. Þrjú önnur ensk félög komust líka á lista yfir 32 verðmætustu félög Evrópu en það eru West Ham United, Leicester City og Everton. Skoska félagð Celtic og spænska félagið Villarreal eru bæði á þessum lista í fyrsta sinn en þau taka sæti Valencia og tyrknesk félags sem detta bæði út af topp 32 listanum.Tíu verðmætustu félög Evrópu að mati KPMG: 1. Real Madrid - 3,224 milljarðar evra 2. Manchester United - 3,207 milljarðar evra 3. Bayern Munich - 2,696 milljarðar evra 4. Barcelona - 2,676 milljarðar evra 5. Manchester City - 2,460 milljarðar evra 6. Chelsea - 2,227 milljarðar evra 7. Liverpool - 2,095 milljarðar evra 8. Arsenal - 2,008 milljarðar evra 9. Tottenham - 1,697 milljarðar evra 10. Juventus - 1,548 milljarðar evraAhead of the fourth annual edition of our club valuation report, which will rank the 32 most prominent European clubs according to their enterprise value, we show who the top three were in the past editions After 3 years of stability on the podium, will we see some changes? pic.twitter.com/4oC79hCaHT — Football Benchmark (@Football_BM) May 27, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. Real Madrid er komið upp fyrir Manchester United á nýjum verðmætalista KPMG en sú samantekt byggir á keppnistímabilunum 2016-17 og 2017-18. Þar liggur kannski lukka Real Madrid manna.Real Madrid has overtaken Manchester United and been named most valuable European football club, being worth about €3.22bn (£2.91bn).https://t.co/4KzyTsrW92 — BBC Newsbeat (@BBCNewsbeat) May 29, 2019Virði Real Madrid metur KPMG að sé 3,22 milljarða evra eða 447 milljarða íslenskra króna. Það hjálpar Real mikið í þessari samantekt að liðið vann Meistaradeildina bæði þessi tímabil en spænska félagið auk virði sitt um tíu prósent á árunum 2016 til 2018. Manchester United hefur líka verið í lægð á síðustu árum og gefur nú eftir titilinn sem verðmætasta félag í Evrópu. United fer þó ekki neðar en í 2. sætið með virði upp á 3,207 milljarða evra eða 445 milljarða íslenskra króna. Í næstu sætum eru síðan Bayern München og Barcelona. Real Madrid ætlar sér að ná til síns stórstjörnur í sumar til að rífa liðið sitt upp en Real var úr leik á öllum vígstöðvum í marsmánuði sem er afar óvenjulegt ástand á Santiago Bernabeu.After three years of stability on the podium, this year brought some turbulence, our fourth edition of the “Football Clubs' Valuation: The European Elite 2019” report reveals Click here to go to the full reporthttps://t.co/Bz2WmAJamD#KPMGFootballClubsValuationpic.twitter.com/XMzlZmvSeN — Football Benchmark (@Football_BM) May 28, 2019Liverpool og Tottenham mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en þau eru nokkuð frá toppnum. Liverpool er sjöunda verðmætasta félag Evrópu og Tottenham er í níunda sæti. Ensku félögin eru samt mjög áberandi meðal verðmætustu félaganna. Það eru þrjú ensk félög á undan Liverpool eða Manchester United, Manchester City og Chelsea. Arsenal er síðan á milli Liverpool og Tottenham. Þrjú önnur ensk félög komust líka á lista yfir 32 verðmætustu félög Evrópu en það eru West Ham United, Leicester City og Everton. Skoska félagð Celtic og spænska félagið Villarreal eru bæði á þessum lista í fyrsta sinn en þau taka sæti Valencia og tyrknesk félags sem detta bæði út af topp 32 listanum.Tíu verðmætustu félög Evrópu að mati KPMG: 1. Real Madrid - 3,224 milljarðar evra 2. Manchester United - 3,207 milljarðar evra 3. Bayern Munich - 2,696 milljarðar evra 4. Barcelona - 2,676 milljarðar evra 5. Manchester City - 2,460 milljarðar evra 6. Chelsea - 2,227 milljarðar evra 7. Liverpool - 2,095 milljarðar evra 8. Arsenal - 2,008 milljarðar evra 9. Tottenham - 1,697 milljarðar evra 10. Juventus - 1,548 milljarðar evraAhead of the fourth annual edition of our club valuation report, which will rank the 32 most prominent European clubs according to their enterprise value, we show who the top three were in the past editions After 3 years of stability on the podium, will we see some changes? pic.twitter.com/4oC79hCaHT — Football Benchmark (@Football_BM) May 27, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu