Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 10:58 Sporðlaus hákarlinn sést synda í burtu frá bátnum. Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09