Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:00 Brynjar og Matthías Orri taka í spaðann á Böðvari E. Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR. Jakob er á skjánum í bakgrunni. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. Leikmennirnir eru Brynjar Þór Björnsson, áttfaldur Íslandsmeistari með KR, og bræðurnir Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson sem hafa ekki verið í KR í næstum því áratug. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi KR-inga í dag sem var haldinn í höfuðstöðvum Alvogen á Íslandi. Brynjar Þór kemur aftur til KR eftir eitt tímabil hjá Tindastóli en það er mun lengra síðan að hinir tveir léku með KR. Matthías fór kornungur frá félaginu árið 2011 og hefur spilað með ÍR undanfarin ár. Jakob kemur til Íslands 6. júní næstkomandi en hann gerir eins árs samning við KR. Matthías og Brynjar gera aftur á móti tveggja ára samning. Jakob varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009 en hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð með liðum Sundsvall (2009-2015) og Borås (2015-19). Hann er nú að snúa aftur heim til Íslands. Brynjar Þór Björnsson á mörg félagsmet hjá KR en enginn leikmaður hefur orðið oftar Íslandsmeistari með félaginu (8), leikið fleiri leiki fyrir KR í efstu deild (256) eða skorað fleiri stig fyrir KR í úrvalsdeildinni (3353). Brynjar var fyrirliði fimm Íslandsmeistaraliða KR frá 2014 til 2018. Matthías Orri Sigurðarson var aðeins sautján ára gamall þegar hann yfirgaf KR eftir að hafa verið í litlu hlutverki hjá Íslandsmeistaraliði KR vorið 2011. Hann var enn í yngri flokkum þegar eldri bróðir hans Jakob spilaði síðasta með meistaraflokki KR. Matthías fór út í skóla 2011 en samdi síðan við ÍR þegar hann kom aftur heim. Matthías hefur síðan blómstrað hjá ÍR undanfarin ár og er einn aðalmaðurinn á bak við uppkomu Breiðholtsliðsins sem fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR tímabilið 2008-2009 en hann yfirgaf félagið þá í annað skiptið sem Íslandsmeistari. Jakob var einnig Íslandsmeistari með KR vorið 2000 en eftir það fór hann út í nám. Eftir nám við Birmingham–Southern frá 2001 til 2005 þá reyndi Jakob fyrir sér atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Jakob kom síðan heim í eitt tímabil haustið 2008 en hefur síðan spilað í Svíþjóð þar sem hann varð meðal annars sænskur meistari með Sundsvall Dragons vorið 2011. Allir eiga þeir Brynjar Þór Björnsson, Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orri Sigurðarson það sameiginlegt að hafa yfirgefið KR sem Íslandsmeistarar. Endurkoma þeirra ætti að ýta undir líkurnar að KR vinni sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð.
Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira