Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi
Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19