Vill koma í veg fyrir að auðlindirnar heyri undir boðvald í Brussel Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:12 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira