Hvorki málþóf Miðflokksmanna né klæðaburður Pírata sem veldur vantrausti á Alþingi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:37 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“ Alþingi Píratar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“
Alþingi Píratar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels