Góssentíð í sumar Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 10. maí 2019 11:30 Hljómsveitin GÓSS gaf út ábreiðu af lagi Bubba, Kossar án vara, nú á dögunum. Þó að hljómsveitin GÓSS sé eflaust ekki öllum kunn fer þar fram eitt helsta stórskotalið íslensku tónlistarsenunnar. Hljómsveitina skipa þau Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og söngvararnir Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Nú hafa þau tekið sig til og gefið út sitt fyrsta lag en það er ábreiða af laginu Kossar án vara eftir Bubba Morthens. „Okkur langaði að taka lög sem voru ekki endilega þau týpískustu. Siggi kom með hugmyndina að Kossum án vara, það var ekki beint lagið sem lá beint við en þegar það rifjaðist upp fyrir mér fannst mér hugmyndin mjög góð. Þetta er einmitt ekki hið augljósasta af lögum Bubba að velja.“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar. Lagið kom upphaflega út á plötunni Von árið 1992, en ábreiðu GÓSS er ætlað að gefa tóninn fyrir væntanlega plötu. Platan samanstendur af ábreiðum af íslenskum dægurlögum sem eru í uppáhaldið hjá meðlimum.Platan Góssentíð kemur út í sumar.Owen Fiene„Platan mun heita Góssentíð, sem er smá leikur að orðum hjá okkur. Hún kemur út með sumrinu, vonandi frekar snemma í júní. Hún kemur út á streymisveitum en líka á geisladisk og vínyl. Við erum enn þá að reyna að rembast eins og rjúpan við staurinn að halda í vínylinn, ég vil sjálf alltaf helst kaupa mér á vínyl,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigurður og Sigríður eru meðal þekktustu söngvara landsins og þarf því vart að kynna þau. Sigurður var forsprakki hljómsveitarinnar Hjálma og Sigríður söngkona Hjaltalín, en bæði hafa þau blómstrað einnig sem sólólistamenn. Þau hafa síðustu ár haldið saman jólatónleika sem hafa notið gífurlegra vinsælda.Upptaka plötunnar fór fram í Lágafellskirkju.Owen Fiene„Guðmundur er reyndar alltaf með á jólatónleikunum og hefur spilað öll árin ásamt því að vera hljómsveitarstjóri. En það er aðeins annar bragur á því, þar erum við með stórsveit en GÓSS er lágstemmdari.“ Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölda hljómsveita, en hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri. Guðmundur var í Hjaltalín ásamt Sigríði en þeir Sigurður eru bræður. Því er sannkallaður fjölskyldu- og vinabragur á hljómsveitinni.Sigurður var áður söngvari hljómsveitarinnar Hjálmar.Owen FieneNafn tríósins samanstendur af fyrstu stöfunum í nöfnum meðlimanna. Hljómsveitin varð til sumarið 2017, en þá fór sveitin tónleikaferð um allt landið og endurtóku þau svo leikinn síðasta sumar. „Þetta er þriðja sumarið í röð sem við förum á flakk, en í þetta skiptið verður það með öðru sniði. Við fórum hringinn fyrstu tvö skiptin en núna gekk það ekki upp skipulagslega séð. Svo við tökum þetta í þremur pörtum í þetta skiptið. En við förum mjög víða samt auðvitað.“ segir Sigríður að lokum.Sigríður og Guðmundur eru einnig saman í hljómsveitinni Hjaltalín.Owen FieneÞví fannst þeim tímabært að drífa sig í upptökur en þær fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Þar tóku þau upp einar helstu dægurlagaperlur landsins, allt frá fornri klassík yfir í Spilverk þjóðanna, Nýdönsk og Stjórnina. Hið nýja lag sveitarinnar, Kossar án vara, er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þó að hljómsveitin GÓSS sé eflaust ekki öllum kunn fer þar fram eitt helsta stórskotalið íslensku tónlistarsenunnar. Hljómsveitina skipa þau Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og söngvararnir Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Nú hafa þau tekið sig til og gefið út sitt fyrsta lag en það er ábreiða af laginu Kossar án vara eftir Bubba Morthens. „Okkur langaði að taka lög sem voru ekki endilega þau týpískustu. Siggi kom með hugmyndina að Kossum án vara, það var ekki beint lagið sem lá beint við en þegar það rifjaðist upp fyrir mér fannst mér hugmyndin mjög góð. Þetta er einmitt ekki hið augljósasta af lögum Bubba að velja.“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar. Lagið kom upphaflega út á plötunni Von árið 1992, en ábreiðu GÓSS er ætlað að gefa tóninn fyrir væntanlega plötu. Platan samanstendur af ábreiðum af íslenskum dægurlögum sem eru í uppáhaldið hjá meðlimum.Platan Góssentíð kemur út í sumar.Owen Fiene„Platan mun heita Góssentíð, sem er smá leikur að orðum hjá okkur. Hún kemur út með sumrinu, vonandi frekar snemma í júní. Hún kemur út á streymisveitum en líka á geisladisk og vínyl. Við erum enn þá að reyna að rembast eins og rjúpan við staurinn að halda í vínylinn, ég vil sjálf alltaf helst kaupa mér á vínyl,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigurður og Sigríður eru meðal þekktustu söngvara landsins og þarf því vart að kynna þau. Sigurður var forsprakki hljómsveitarinnar Hjálma og Sigríður söngkona Hjaltalín, en bæði hafa þau blómstrað einnig sem sólólistamenn. Þau hafa síðustu ár haldið saman jólatónleika sem hafa notið gífurlegra vinsælda.Upptaka plötunnar fór fram í Lágafellskirkju.Owen Fiene„Guðmundur er reyndar alltaf með á jólatónleikunum og hefur spilað öll árin ásamt því að vera hljómsveitarstjóri. En það er aðeins annar bragur á því, þar erum við með stórsveit en GÓSS er lágstemmdari.“ Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölda hljómsveita, en hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri. Guðmundur var í Hjaltalín ásamt Sigríði en þeir Sigurður eru bræður. Því er sannkallaður fjölskyldu- og vinabragur á hljómsveitinni.Sigurður var áður söngvari hljómsveitarinnar Hjálmar.Owen FieneNafn tríósins samanstendur af fyrstu stöfunum í nöfnum meðlimanna. Hljómsveitin varð til sumarið 2017, en þá fór sveitin tónleikaferð um allt landið og endurtóku þau svo leikinn síðasta sumar. „Þetta er þriðja sumarið í röð sem við förum á flakk, en í þetta skiptið verður það með öðru sniði. Við fórum hringinn fyrstu tvö skiptin en núna gekk það ekki upp skipulagslega séð. Svo við tökum þetta í þremur pörtum í þetta skiptið. En við förum mjög víða samt auðvitað.“ segir Sigríður að lokum.Sigríður og Guðmundur eru einnig saman í hljómsveitinni Hjaltalín.Owen FieneÞví fannst þeim tímabært að drífa sig í upptökur en þær fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Þar tóku þau upp einar helstu dægurlagaperlur landsins, allt frá fornri klassík yfir í Spilverk þjóðanna, Nýdönsk og Stjórnina. Hið nýja lag sveitarinnar, Kossar án vara, er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira