Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2019 08:15 Maðurinn reyndi að koma tíu smyrilseggjum úr landi. fréttablaðið/anton brink Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira