Þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðning vegna Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. maí 2019 17:45 Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“ Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15
Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32
Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45
Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47