Málflutningur ekki uppbyggilegur Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2019 22:46 Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins. Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Fulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða segir að málflutningur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni sé ekki uppbyggilegur. Samvinna þjóða sé líklegri til árangurs en átök. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum. Gao Feng, fulltrúi kínverka utanríkisráðuneytisins í norðurslóðamálum, var einn fjölmargra sem ávarpaði ráðstefnu Hringborðs norðurslóða á fyrsta degi hennar í Shanghæ í dag. „Það er eina leiðin að okkar mati, að taka þátt í lausninni á vandamálum norðurslóða, ekki standa í átökum. Þetta hefur djúpstæð áhrif um allan heim,“ segir Gao Feng. Hátt í 600 manns frá um 30 ríkjum eru saman komin í Vísinda-og tæknisafninu í Sjanghæ til að ræða málefni norðurslóða. Kínverjar menga manna allra mest en þeir hafa líka gripið til fjölmargra aðgerða til að draga úr losun sinni. Fyrir utan árleg þing Hringborðsins á Íslandi í október hefur það staðið fyrir ráðstefnum um norðurslóðir víðsvegar um heim og er ráðstefnan í Sjanghæ sú níunda í röðinni. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðsins eða Arctic Circle segir miklar breytingar hafa átt sér stað í stefnu Kínverja í umhverfismálum á undanförnum árum. Þeir vilji til að mynda skipta kolum út fyrir vind-og jarðvarmaveitur og sólarorku og séu stærstu framleiðendur sólarsella í heiminum. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Shanghæ og framtíð Kína.“ Hinir gríðarháu skrifstofuturnar í Shanghæ hafa allir verið byggðir á undanförnum 20 árum en vegna mikilla kolabrennslu, bæði orkuvera og verksmiðja er loftmengun mikið vandamál í öllum helstu borgum landsins.
Forseti Íslands Kína Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira