Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr ÓKP skrifar 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, brást illa við ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Enginn fulltrúi Miðflokksins mætti á fundinn, en Gunnar Bragi Sveinsson á fast sæti í nefndinni og Sigmundur er varamaður hans. „Þetta er rangt hjá Sigmundi og útúrsnúningur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þessum fundi voru gerð sömu skil og öðrum fundum. Dagskránni var ekki haldið leyndri fyrir neinum nefndarmanni,“ segir Áslaug, sem einnig tók til varna á Facebook-síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fundurinn hefði verið boðaður. Það var gert með SMS-skilaboðum og tölvupósti klukkan rúmlega fjögur daginn fyrir fundinn. Áslaug segir ekkert óeðlilegt við þá fundarboðun eða fyrirvara. Aðspurð segist Áslaug engar skýringar hafa fengið á fjarveru Miðflokksmanna á fundinum. „Nei, ég hef engar skýringar fengið á því. Og mér þótti þetta bara afar sérstakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjölbreyttu sjónarmiða sem komu fram. Dagskrá vikunnar um að það væri utanríkismálafundur klukkan eitt á fimmtudag lá fyrir strax á mánudag þannig að það er afar hæpið að halda því fram að þessi fundartími hafi komið á óvart,“ segir Áslaug. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, brást illa við ummælum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Enginn fulltrúi Miðflokksins mætti á fundinn, en Gunnar Bragi Sveinsson á fast sæti í nefndinni og Sigmundur er varamaður hans. „Þetta er rangt hjá Sigmundi og útúrsnúningur í besta falli. Mér fannst rétt að halda því til haga að þessum fundi voru gerð sömu skil og öðrum fundum. Dagskránni var ekki haldið leyndri fyrir neinum nefndarmanni,“ segir Áslaug, sem einnig tók til varna á Facebook-síðu sinni í gær. Þar skýrði hún frá því hvernig fundurinn hefði verið boðaður. Það var gert með SMS-skilaboðum og tölvupósti klukkan rúmlega fjögur daginn fyrir fundinn. Áslaug segir ekkert óeðlilegt við þá fundarboðun eða fyrirvara. Aðspurð segist Áslaug engar skýringar hafa fengið á fjarveru Miðflokksmanna á fundinum. „Nei, ég hef engar skýringar fengið á því. Og mér þótti þetta bara afar sérstakt í ljósi allra þeirra gesta sem voru í gær og þeirra fjölbreyttu sjónarmiða sem komu fram. Dagskrá vikunnar um að það væri utanríkismálafundur klukkan eitt á fimmtudag lá fyrir strax á mánudag þannig að það er afar hæpið að halda því fram að þessi fundartími hafi komið á óvart,“ segir Áslaug.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent