Valtteri Bottas kom rétt á undan félaga sínum frá Mercedes og heimsmeistaranum, Lewis Hamilton, í mark í dag en þriðji er Sebastian Vettel frá Ferrari.
BREAKING: @ValtteriBottas takes his third consecutive pole position - beating @LewisHamilton by more than 0.6s in Barcelona #F1#SpanishGPpic.twitter.com/XM1QwaIGF9
— Formula 1 (@F1) May 11, 2019
„Ég naut mín í dag. Adrenalínið keyrði mig áfram svo ég er mjög ánægður. Tímabilið hefur byrjað vel, eins og ég vonaði og mér líður vel í bílnum,“ sagði Bottas en Hamilton hrósaði félaga sínum hjá Mercedes:
„Fyrst og fremst var þetta frábærlega gert hjá Valtteri. Ég var ekki nægilega sterkur í þriðja settinu. Þetta var ekki nægilega gott en það er frábært að Mercedes sé númer eitt og tvö. Vonandi náum við að halda því.“