Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 08:15 John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira