Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 08:15 John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp