Macron og Ardern taka höndum saman í baráttunni gegn öfgamönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:28 Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að "magna þá upp“. Vísir/getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu. Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu.
Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00