Innlent

Tók yfir heimabankann og stal hárri upphæð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svikahrappurinn komst yfir umtalsverða upphæð.
Svikahrappurinn komst yfir umtalsverða upphæð. Vísir/Getty
Lögreglan á Vestfjörðum varar við óprúttnum aðilum sem hafa hringt í tölvunotendur og blekkt þá í viðleitni til að gefa upp lykilorð að heimasíðum, netbönkum eða öðrum viðkvæmum aðgangssvæðum.

Í síðustu viku tókst slíkum aðila að taka yfir heimabanka einstaklings og millifæra umtalsverða upphæð. Í þessu, sem og flestum öðrum tilvikum, er um að ræða erlenda aðila sem tala flestir bjagaða ensku, að því er segir í færslu lögreglu á Facebook.

Þá geti reynst erfitt að endurheimta slíkar millifærslur. Lögregla áréttar að mikilvægt sé að svara ekki slíkum beiðnum og gefa aldrei upp aðgangsorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×