Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 17:31 Sr. Ólafur var leystur úr embætti tímabundið í byrjun desember. Sú brottvísun var metin ólögmæt en þó er ljóst að Ólafur gerðist sekur um siðabrot gagnvart tveimur konum. Fréttablaðið/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00