Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. maí 2019 06:45 Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira