Fótbolti

Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moise Kean fagnar fyrir framan rasistana.
Moise Kean fagnar fyrir framan rasistana. vísir/getty
Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus.

Kean skoraði sigurmark leiksins og fagnaði með því að stilla sér upp fyrir framan rasistana og horfa til þeirra. Fyrir það var hann gagnrýndur af þjálfara liðsins, Massimiliano Allegri, og varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það fór ekki vel í í fólk víða um heim.

Ítalska sambandið segir að fólkið í stúkunni hafi viðhaft viðbjóðsleg orð en það hafi verið takmörkuð tenging við kynþáttaníð í þeim. Því verði ekkert gert.

Samt heyrðust apahljóð og annað á vellinum. Þegar er byrjað að fordæma þessa ákvörðun víða um heim en Ítalir þykja sitja langt eftir öðrum í baráttunni gegn kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum.


Tengdar fréttir

Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum

Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri.

Balotelli hefði lamið Bonucci

Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus, fékk skammir alls staðar að úr heiminum vegna ótrúlegra ummæla sem hann lét falla eftir leik Juventus og Cagliari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×