Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:30 Enn á eftir að taka skýrslu af ökumanni bílsins. Vísir/Vilhelm Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira