Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:30 Enn á eftir að taka skýrslu af ökumanni bílsins. Vísir/Vilhelm Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök. Akureyri Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira