Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 16. maí 2019 23:10 Rafal Figlarski var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Vísir/Jóhann K. Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira